Skessuleikur Markmið; Hreyfing. Aldur; frá fimm ára aldri.
Leiklýsing Einn leikmanna er skessa, annar er kóngur en hin börn kóngs. Kóngur á afmarkaðan blett á leiksvæðinu en skessan annan, nokkurn spöl í burtu. Börnin fara út í "skóg" eins nálægt skessunni og þau þora að tína ber og syngja: "Tína ber, tína ber, skessan er ekki heima." Að nokkurrri stundu liðinni kallar kóngur til barna sinna: "Komið þið öll kóngsbörn í höll." Börnin hlaupa þá heim eins hratt og þau geta en skessan reynir að ná þeim áður en þau komast þangað. Leikurinn er endurtekinn þangað til skessan hefur náð öllum börnunum.
Önnur útgáfa af sama leik Þá er einn leikmaður skessan sem á að þykjast vera ekki heima. Hinir eru börn sem eru að tína ber rétt hjá helli skessunnar og þykjast örugg um sig þar sem skessan er ekki heima. Þau syngja: „Tína ber, tína ber, skessan er ekki heima“. En skyndilega þegar minnst varir stekkur skessan fram og reynir að fanga börnin.
Hlaða niður verkefnum sem Acrobat PDF
Kennarar Skessuna vantar fleiri verkefni og spennandi leiki fyrir krakkana sem koma í heimsókn, svo allir kennarar sem luma á hugmyndum eru hvattir til að senda þær til skessunnar.
Senda til skessu
|