Bréfasafn
Hlekkir
Bréf 41-45
Agnes Fjóla og Sigga, 6 ára
13.11.09

kæra skessa. okkur langar til að koma um helginna í heimsókn til þín og fara í leiki með þér. skessukveðja agnes og sigga.

Takk fyrir heimsóknina kæru vinkonur.

Erna Dís og Elísa Helga, 7 og 4 ára
13.11.09

Hæ hæ skessan okkar.

Við höfum komið í heimsókn til þín og við ætlum að kíkja á þig á morgun og fá kakó. Við hlökkum til að hitta þig á morgun. Hvar ætlar þú að vera á jólunum? Ef þú vilt þá mátt þú vera hjá okkur.

Kær kveðja Erna Dís og Elísa Helga í Reykjanesbæ.

Sælar systur,

Mikið var gaman að sjá ykkur á laugardaginn. Sáuð þið hana Fjólu vinkonu mína? Fannst ykkur hún ekki stórkostleg? En hvað þið eruð indælar að bjóða mér til ykkar á jólunum, það er fallegt af ykkur. En haldið þið ekki að hún Sigga vinkona mín sé búin að bjóða mér til sín. Mamma hennar er búin að vera allt árið að undirbúa sig og baka smákökur í hverri viku svo að ég fái nú nóg, hí hí.

Sara Lind Reynisdóttir, 7 ára
14.11.09

Leiðist þér aldrei, færðu oft að borða, hvað ert þú oft að gera,langar þig í eitthvað,finnst þér gaman að eiga heima þarna,ferð þú oft út,systir mín er hrædd við þig en við ætlum að koma í heimsókn með snuddur sem systir mín vill gefa þér.
Kveðja, Sara Lind

Komdu nú sæl og blessuð Sara Lind,

Takk fyrir bréfið frá þér og skilaðu kveðju til systur þinnar og þakkaðu henni fyrir að vilja skreyta jólatréð mitt með snuddunum sínum. Tréð mitt er orðið voða fallegt.

Mér leiðist aldrei, það er svo margt að sjá út um gluggann minn og svo fæ ég svo marga gesti hingað í hellinn minn.
Ég fæ nóg að borða, það er svo mikill fiskur í sjónum og stutt fyrir mig að sækja hann, svo koma sjómennirnir hérna í smábátahöfninni oft með fisk til mín.
Ég fer helst út á nóttunni þegar fáir eru á ferli því annars verða margir svo hræddir og ég er svo hrædd um að trufla bílstjórana og valda kannski árekstrum.

Ég hlakka til að hitta ykkur aftur.

Ástrós Lind, 11 ára
14.11.09

hæhæ,, ég og litli bróðir minn erum að fara að koma í heimsókn.
Í happdrættinum hvað verður í verðlaun? eitthvað svona fyrir 11 ára stelpur og stráka eða yngri krakka?

Sæl Ástrós Lind,

Nokkrir heppnir krakkar verða dregnir út í happdrættinu og ég er viss um að það verður eitthvað skemmtilegt í verðlaun sem hentar flestum börnum. Bestu kveðjur frá skessunni.

Guðmundur Andri, 7 ára
16.11.09

hæ hæ skessa mig langar rosa mikið að mikið að hitta þig.
Ef þú kemur heim til mín þá geturu kanski fengið eitthvað hjá mér.
kær kveðja, Guðmundur

Sæll Guðmundur minn,

Ég þakka þér kærlega fyrir heimboðið. Veistu, ég held samt að það sé betra að þú komir til mín af því að ég er svo hrædd um að valda umferðaröngþveiti ef ég fer að þvælast út á götu um hábjartan dag, ég er svo stór. Það væri voða gaman að fá þig í heimsókn kæri vinur.

Skrifaðu mér bréf...
Nánar
Teikningar til mín...
Nánar
Bréfasafn
Kíktu á Facebook síðuna mína! Vertu vinur!