Bréfasafn
Hlekkir
Bréf 36-40
Kolbrún Harpa, 7 ára
12.10.09

Sæl skessa, ég heiti Kolbrún og ég er 7 ára en hvað borðar þú í kvöldmat? En á ég að segja þér svoldið þegar frænka mín sem heitir Stella og þegar við erum úti öskrar hún "nei, skessa taka mig" og fer svo aftur inn.
Kveðja

Takk fyrir þetta bréf Kolbrún mín, þú ert dugleg að skrifa mér. Mér finnst mjög gott að borða glænýjan fisk sem karlarnir hér á höfninni færa mér stundum og hann er líka svo góður fyrir beinin.

Þú verður endilega að segja henni Stellu frænku þinni að ég sé ofsa góð og vilji vera vinkona hennar.

Ólöf Þóra, Einar Gunnar, Margrét, Karen Birta, Lingný Lára, Ísak Orri og Heimir Tristan, 5 ára nemendur í leikskólanum Jötunheimum Selfossi
20.10.09

Halló Skessa.
Við erum öll nemendur í leikskólanum Jötunheimum á Selfossi og í vetur ætlum við að læra um tröll. Okkur langar að spyrja þig nokkurra spurninga.
1. Getur þú komið í göngutúr með okkur?
2. Viltu koma með okkur í feluleik og kúrí kúrí klapp klapp?
3. Hvernig mat borðar þú?
4. Borðar þú fólk?
5. Áttu peninga?
6. Stelurðu frá fólki?

Með bestu kveðju

Komið þið sæl og blessuð píslirnar mínar, 

Mikið glödduð þið mitt stóra hjarta með þessu tölvubréfi frá ykkur. Hugsið ykkur bara. Áratugum saman kúrði ég alein í hellinum mínum og þorði ekki að láta á mér kræla. Svo loksins eignaðist ég eina vinkonu, hana Siggu, sem var stórkostlegt. Svo núna get ég bara eignast vini eins og ykkur á Selfossi og um allar jarðir af því að bæjarstjórinn í Reykjanesbæ útvegaði mér tölvu. Hver hefði trúað þessu hí, hí, hí. 

Jæja, nú ætla ég að reyna að svara spurningunum frá ykkur. Það passar nú vel fyrir ykkur að læra um tröll af því að þið eruð á leikskólanum Jötunheimum sem eru einmitt heimkynni risa og trölla og svoleiðis, er það ekki? 

Getur þú komið í göngutúr með okkur?

Það er dálítið erfitt fyrir mig að fara í göngutúr með ykkur því ég tek svo risastór skref að þið þyrftuð að hlaupa eins og þið væruð á Ólympíuleikunum allan tímann og ekki nóg með það heldur titrar og skelfur jörðin undan mér. Betra væri ef ég héldi á ykkur öllum og gengi þannig með ykkur. 

Viltu koma með okkur í feluleik og kúrí kúrí klapp klapp?

Það vil ég gjarnan en hvar á ég að fela mig þar sem enginn sér mig?  Mig langar óskaplega mikið til að læra þetta kúrí kúrí sem þið eruð að tala um. 

Hvernig mat borðar þú?

Mér finnst allur matur góður en best finnst mér að fá fisk og ég er svo óskaplega heppinn að búa við smábátahöfnina hér í Reykjanesbæ vegna þess að sjómennirnir gefa mér oft glænýjan fisk sem þeir koma með að landi. Stundum á nóttunni veð ég líka hérna út í sjó með háfinn minn og næ mér í eins og tonn af fiski sem ég borða með bestu lyst. Svo elska ég lummur sem ég baka oft þegar ég fæ gesti.

Borðar þú fólk?

Nei, maður borðar ekki vini sína. Ég elska fólk. 

Áttu peninga?

Nei, ég vissi ekki hvað peningar voru fyrr en ég fluttti úr fjallinu og inn í bæ. Nú heyri ég fullorðna fólkið oft minnast á þessa peninga og þá fékk ég eina hugmynd sem ég ætla að segja ykkur frá. Mig myndi langa að setja stóran bauk í hellinn minn sem gestir gætu sett pening í og svo myndi ég gefa alla peningana í eitthvað gott málefni sem tengdist börnum. Hvernig líst ykkur á þessa hugmynd? 

Stelurðu frá fólki?

Nei, vegna þess að það er ljótt að stela. 

Ég vona að þetta svari spurningunum ykkar grjónapíslirnar mínar. Mikið væri svo gaman að fá ykkur í heimsókn til mín í hellinn minn einhvern tímann. Gangi ykkur svakalega vel með tröllaverkefnið ykkar.

 Ykkar vinkona,
Skessan

Álfheiður Óskarsdóttir, 5 ára
12.11.09

ég ættla oft að koma í heimsókn til þín ef ég má ég hef oft komið í hellirinn þinn ég kem kannski á morgun nú ættla ég að skrifa sjálf hún amma mín var að hjálpa mér enn ég veit þú skilur hvað ég skrifa sjálf ok hpodedæ seiwwð0wlsws w7uu7whb 3277u88ny huueyydbswwp ggdodyuxbbbkzzswhuheiek,r9ie9eencidk frn33oyyyoeplkmfjukmjhegfok3u hdhdjoæau7uukcbnbnm yy bgfgh ytuufg yiihahahahahaahahahahahhaha dwæo7trtuiogt 6ioytioghyfdedtyh vyfyugdfrdge reeureytdtb jvy76fihvchg hnbfttyhj bhokplkokl uhijp duyfhjkhdytdjs hdhhjfjdlkj cuydhjduækur nnchfjoiieopibnb njhlkdjc djmkfjdsif njjhfhyjh jklb b dueue8eee9i98rr9e09iree8989r

Sæl vertu Álfheiður mín,

Hí hí, þetta er svo sniðug saga sem þú skrifaðir mér, takk fyrir hana.

 

 

 

 

 

 

Agnes Fjóla Georgsdóttir, 4 ára
13.11.09

kæra skessa ég fór með pabba mínum um daginn að heimsækja þig í hellinn þinn. Og núna um helgina ætla ég að vera voða dugleg að taka þátt í skessudögum með frænku minni. Ég á litla systir sem heitir Ásdís Freyja en ég veit ekki hvort að hún þori að koma í hellinn hún er svo lítil hún er bara 10 vikna. En þegar hún verður stærrri kem ég með hana í heimsókn til þín og henni er strax farið að hlakka til híhíhí en nú ætla ég að kveðja þig bless bless
skessukveðja Agnes Fjóla

Takk fyrir heimsóknina Agnes Fjóla, mikið var gaman að sjá þig aftur. Hittir þú nokkuð hana Fjólu vinkonu mína í hellinum? Hún er svo skemmtileg. Vonandi fékkstu líka kakó en það er þó ekki víst píslin mín því ég fékk svo voða marga gesti að kakóið sem ég hitaði kláraðist víst. Ég bið kærlega að heilsa henni Ásdísi Freyju.

Fanney Lovísa Bjarnadóttir, 8 ára
13.11.09

hæhæ Sigga ég er búin að lesa bækur um þig þær eru skemtilegar.
Þú ert sæt og skemtileg. Kveðja Fanney

Sæl litla grjónapíslin mín. Á ég að segja þér dálítið skrýtið. Það eru dálítið margir sem halda að ég heiti Sigga en það er ekki ég heldur er það besta vinkona mín sem heitir Sigga. Ég var búin að kúldrast ein upp í fjalli í mörg hundruð ár þegar ég rakst á hana Siggu sem var ekkert hrædd við mig og vildi meira að segja verða vinkona mín. Þú getur ekki ímyndað þér hvað það gladdi mitt stóra hjarta. Ég er hins vegar orðin svo gömul að ég er búin að gleyma hvað ég heiti og því er ég bara alltaf kölluð skessan.

Já, hún Herdís hefur skrifað um mig óskaplega skemmtilegar sögur, hí hí.

Skrifaðu mér bréf...
Nánar
Teikningar til mín...
Nánar
Bréfasafn
Kíktu á Facebook síðuna mína! Vertu vinur!