Bréfasafn
Hlekkir
Bréf 26-30
Bréf frá Sigurbjörgu Erlu, Vogum
16.12.08

Ég er búin að lesa bókina um Siggu og skessuna í fjallinu.

Já, ég líka, þær eru svo ótrúlega skemmtilegar.

Bréf frá Ísaki Frey, Reykjavík
16.12.08
Sigga og skessan á Suðurnesjum og það er gaman að hitta þig skessa. Þú varst rosalega dugleg að bjarga sjómönnunum. Hann Ísar á Siggu og skessubók sem er mjög skemmtileg. Skessa þú verður að hjálpa sjómönnum í vandræðum og hringja í 112. Kveðja, Ísar Freyr Collins, Reykjavík
Bréf frá Írenu Lilliendahl
17.12.08

Kæra skessa, Hafðu það gaman um jólin! Vertu í stuði með Guði en ekki í fýlu með Grýlu. Lifðu í lukku en ekki í krukku! Allra bestu kveðjur.

Sömuleiðis Írena. Lifðu í helli en ekki hvelli!  hí, hí.

Bréf frá Sögu
17.12.08

Kæra skessa, Mig hefur alltaf langað að spurja hvort þú æfðir einhverja íþrótt af því að ég æfi fótbolta og sund.

Kv. Saga

Sæl Saga. Ég æfi nú enga íþrótt því ég passa svo illa inn á íþróttavelli og íþróttahús en ég reyni að ganga yfir á Austfirði og til baka þrisvar í viku til að halda mér í formi.

Bréf frá Kolbrúnu Maríu og Ævari Tý
18.12.08
Kæra skessa, Takk fyrir að koma til Reykjanesbæjar og passa alla krakkana. Gleðileg jól. Kolbrún María, 3 ára. Ævar Týr, 7 ára
Skrifaðu mér bréf...
Nánar
Teikningar til mín...
Nánar
Bréfasafn
Kíktu á Facebook síðuna mína! Vertu vinur!