Bréfasafn
Hlekkir
Bréf 21-25
Bréf frá Ólöfu Rut
12.12.08

Hæ skessa! Hvað ætlarðu að borða á jólunum? Ég heiti Ólöf Rut Gísladóttir. Ég á afmæli 9. október og er 9 ára. Er með ljóst hár og blá augu. Hvað langar þig í jólagjöf? Mér langar í Fíasól er flottust og fullt meira.

 Bless bless skessa!

Komdu Sæl Ólöf Rut. Ætli ég fái mér bara ekki grafinn lax og humar sem ég get veitt mér hér í firðinum. Ég þarf engar sérstakar jólagjafir, bara að vita að öllum vinum mínum líði vel.

Bréf frá Viktori Nóa
12.12.08

Elsku skessa, Viltu koma heim til mín? Þú færð snúð hjá mér.

Þinn vinur, Viktor Nói

Það vil ég gjarnan kæri Viktor Nói, því ég er sólgin í snúða, nammi namm.

 

Bréf frá Guðbjörgu, 9 ára
13.12.08
Til skessunnar Það er gaman að koma í heimsókn til þín og bara svo gaman að horfa á þig og það er mjög gaman að sitja á rúminu þínu og ég vona að ég mátti gera það. Kveðja, Guðbjörg Skarphéðinsdóttir, 9 ára
Bréf frá Þóreyju Elirós
14.12.08

Elsku skessa, ég ætla að segja þér sögu. Einu sinni fyrir löngu síðan voru afi og amma að smíða verönd og skessan sat og horfði á okkur. Henni leiddist. En svo fór ég að leika við hana. Við renndum okkur og mokuðum. Svo fórum við heim í hellinn hennar. Við hoppuðum í rúminu hennar og klifruðum. Svo kom nótt og ég fékk að gista. Það var gaman að leika við skessuna. Svo fórum við í bíló en þá vildi skessan vera mamman en ég vildi það ekki og skessan fór í fýlu. Þá skammaði Ingimagn frændi skessuna og hún fór að gráta. Þá kom mamma hennar sem er tröllaskessa og huggaði hana. Svo urðum við bara aftur vinkonur.

 Elsku skessa. Hvað heitir þú? Hvað borðar þú? Þórey Elirós, 6 ára

Vá, takk fyrir þessa flottu sögu. Já, ég heiti víst bara Skessa og er bara nokkuð ánægð með það. Ég borða nú ýmislegt skal ég segja þér, t.d. fisk sem karlarnir hér á smábátahöfninni færa mér þegar þeir koma í land. Nammi namm, glænýr fiskur er svo góður og hollur.

Bréf frá Bergþóru, 4 ára
15.12.08

Skessan mín, ég elska þig og hugsa oft til þín. Takk fyrir að flytja til okkar. Vonandi verða jólin þín skemmtileg.

Bless vinkona mín, kveðja Bergþóra Káradóttir, 4 ára.

Takk fyrir góðar kveðjur Bergþóra vinkona mín.

Skrifaðu mér bréf...
Nánar
Teikningar til mín...
Nánar
Bréfasafn
Kíktu á Facebook síðuna mína! Vertu vinur!