Bréfasafn
Hlekkir
Bréf 16-20
Saga frá Einari Sæþór Ólasyni, 7 ára
10.12.08

Tannpína
Skessan var að borða sterkan brjóstsykur sem var mjög harður. Þá sagði Sigga, Halló, ég er að fara til tannlæknis, viltu koma líka? Já, ég vil fara með. Og þær fóru í risagöng og hittu svo tannlækninn. Svo kíkti læknirinn í tönnina á skessu og steypubíll kom og fyllti steypu í tönnina og þá leið henni vel.
Endir.

Takk fyrir þessa flottu sögu Einar Sæþór. Ó, ég ætla alltaf að vera dugleg að bursta svo ég þurfi ekki að fá steypu í tennurnar mínar.

Ljóð frá Dagbjörtu og Guðlaugu, 10 og 9 ára
11.12.08

Skessan.

Bænum Keflavík birtist skessa.
Börnin urðu ansi undrandi og hlessa.
Sporin stóru á götunni sáust.
Í helli þínum þú unir þér.
Stórt er rúmið þitt finnst mér.
Stóllinn líka risastór.
Á þakið á helli þínum settist lítill skjór.
Fyrst er þú til okkar komst.
Furðu hissa og hræddar við systur vorum.
Í dag við nærri helli þínum við þorum.
Vertu velkomin og komdu sæl.
Vona eð ekki heyrist í barni hræðsluvæl.
Heilsum þér nú öll, með stæl.

PS. Geta jólasveinarnir ekki verið við helli þinn kringum jólin? Það væri svo gaman.

Takk fyrir þetta frábæra ljóð systur.

Saga frá Guðna Kjartanssyni, 5 ára
12.12.08

Einu sinni var jólasveinn sem renndi sér niður stromp og gaf barninu jólalest í skóinn. Svo fór hann að veiða og svo veiddi hann risastóran hákarl og fór með hann heim.

Vá, var hann nokkuð lifandi þessi hákarl?

Bréf frá Önnu Karen, 6 ára
12.12.08

Til skessunnar í fjallinu.
Það er alltaf gaman að heimsækja þig í Svarta helli. Hafðu það gott um jólin.

Sömuleiðis mýslan mín

Bréf frá Elenoru, Birkiteig
12.12.08

Hæ skessa
Þú ert besta skessa í heimi, ég elska þig. Þú ert svo fyndin þegar þú gerir þessi alls konar hljóð og þú hræðir mig alltaf en svo fer ég bara í hláturskast. Ég veit samt alveg að þú ert ekki alvöru. Þú ert besta, skemmtilegasta, fyndnasta skessa í heimi og þú ert aldrei leiðinleg. Við elskum að koma og heimsækja þig. Þú ert best við elskum þig öll og þú ert svo stór, þarft svo stóra hurð, stórt borð, stórt rúm og ég giska að þú ert sterk og þarft stóran mat.

Mikið óskaplega er ég heppin að eiga svona góða vini eins og þig Elenora mín.

Skrifaðu mér bréf...
Nánar
Teikningar til mín...
Nánar
Bréfasafn
Kíktu á Facebook síðuna mína! Vertu vinur!