Bréfasafn
Hlekkir
Bréf 11-15
Bréf frá Daníel Alexanderssyni
09.12.08

Halló Sigga! Ég heiti Daníel Alexandersson. Ég er í Myllubakkaskóla, ég er í öðrum HT. Ég er ekki rosa stór strákur. En þú ert rosa, rosa stór og ég er að hugsa að þú þarft að gera eins stóra hluti. Gerðu þannig að það eru eins risa stór epli, risastórir tómatar. Og gerðu þannig að það eru risastórar kýr svo það er mikið af mjólki. Svo að það eru risastórir svín, svo það væri mikið af kjöti fyrir alla. Og gerðu þannig að það væru risastórir fiskar í sjónum. Og gerðu þannig að íslenskir peningar væru stærstu peningar í öllum löndum.

Takk fyrir bréfið Daníel minn. Ég er mjög góð í að gera risastórar lummur, það er nú dálítið.

Bréf frá Styrmi Pálssyni, 5 ára
10.12.08

Mér finnst gaman að þú skulir eiga heima í Reykjanesbæ af því að þá get ég alltaf heimsótt þig. Ég er ekkert hræddur við þig af því að þú ert ekkert vond þó að aðrar skessur séu mjög vondar. Ég er stundum að skoða bók um þig, það er gaman.

Þinn vinur Styrmir Pálsson, 5 ára

Mikið ert þú góður, Styrmir. Þetta er alveg rétt hjá þér, ég er alls ekki vond og reyni alltaf að vera góð við alla.

Skessusaga frá Magnúsi Þór Ólasyni, 4 ára
10.12.08

Til skessu,
Einu sinni var skessa í búrinu sínu og fór í rúmið sitt að sofa og svo kom maður og setti hana aftur í búið sitt.
Endir.

Þetta var skemmtileg saga hjá þér Magnús Þór

 

Bréf frá Elísabetu Eddu Traustadóttur
10.12.08

Maður á ekki að vera hræddur við skessuna. Hún er bara manneskja eins og við nema hún er bara stærri en og við og hún er ekki vond heldur góð og blíð! Og henni líður mjög illa þegar fólk æpir á hana og líka þegar allir kalla hana skrímsli!

Stór þú ert með bros á vör.
Ekki gráta því það er svo sárt að sjá þig gráta því þá fer ég líka að gráta!
Bros, bros komdu nú.
Ég vil bara sjá þig brosa en ekki gráta.
Gerðu það ekki gráta, þá líður mér svo illa.

Þetta er allt satt og rétt hjá þér. Þakka þér fyrir Elísabet Edda.

Ljóð frá Elísabetu Eddu, 5. bekk
10.12.08

Af dýrum

Þegar illa á mér lá og þornuðu tárin á hvarmi
til mín komstu kisa grá og kúrðir mér að barmi

Takk fyrir þetta ljóð músarunginn minn. Ég fæ stundum kisur í heimsókn í hellinn minn sem vilja kúra hjá mér. Það er ósköp notalegt.

Skrifaðu mér bréf...
Nánar
Teikningar til mín...
Nánar
Bréfasafn
Kíktu á Facebook síðuna mína! Vertu vinur!