Bréfasafn
Hlekkir
Bréf 6-10
Bréf frá Herdísi Björk, 3 ára
04.12.08

Kæra skessa, Ég er á leikskólanum Akri og veistu hvað? Við bökuðum skessubrauð. Mmmmm... rosalega gott.

Hvað ertu að segja. Ég verð endilega að fá uppskriftina hjá þér svo ég geti boðið upp á lummur og skessubrauð.

Bréf frá drengjum á Akri
04.12.08

Halló skessa Við þökkum fyrir að mega koma í heimsókn til þín. Kveðja, drengir á eldri kjarna á leikskólanum Akri og kennarar

Takk fyrir komuna músarungarnir mínir.

Bréf frá Emil Aroni, 4 ára
05.12.08

Elsku tröllskessa, Ég ætla að heimsækja þig og gefa þér myndina sem ég teiknaði. Þú hlýtur að vera einmana því það eru allir hræddir við þig, en ég elska þig og afi líka.

Nú fæ ég bara tár í augun mín af því að þetta er svo fallegt bréf frá þér og myndin þín er líka svo falleg. En veistu hvað, ég er ekkert einmana því að allir eru svo duglegir að heimsækja mig í hellinn minn. Hlakka til að sjá þig aftur.

Bréf frá Ólöfu Björgu
08.12.08

Hæ, kæra skessa. Veistu það að mig langar að þú fáir nafn, kannski Kristín eða bara Sigga en gleðileg jól.

Já, Ólöf, þetta er góð hugmynd. Verst að það eru til svo ótalmörg falleg nöfn að ég er hrædd um að ég lenti í vandræðum með að velja eitthvað úr. Ég held að það sé best að foreldrar sjái um þetta þegar maður er lítill svo þetta verði ekki svona erfitt. Mér finnst t.d. Ólöf mjög fallegt nafn og líka Kristín og Sigga....

Skessusaga frá Magneu og Tuma
09.12.08

Einu sinni var stelpa. Hún sá skessu. Hún var voða hrædd en þetta var góð skessa. Þau voru vinir.

Flott saga hjá ykkur!

Skrifaðu mér bréf...
Nánar
Teikningar til mín...
Nánar
Bréfasafn
Kíktu á Facebook síðuna mína! Vertu vinur!