Bréfasafn
Hlekkir
Bréf 56-60
Berglind og Arnar
27.05.10

Kæra Skessa,

Við létum pening í kútinn þinn og þú mátt borða aðeins færri BAUNIR! Það var gaman að hitta þig, vonandi verðurðu vakandi næst.

Þakka ykkur fyrir komuna elskurnar mínar og já þetta með baunirnar er dálítið vandamál....
Takk fyrir aurinn, hann verður nýttur í góð verk. Hafið það gott í sumar.

Leikskólinn Efstihjalli, 5-6 ára
04.06.10

Kæra Skessa.
Nennir þú að koma í heimsókn til okkar? Við komum í heimsókn alla leið frá Kópavogi. Við fengum að fara í bátinn sem þú bjargaðir og var hann á landi. Var hann langt úti á sjó? Átt þú klósett? Það var gaman að heimsækja þig, það var æðislegt!
Af hverju sefur þú á daginn eða sefur þú kannski alltaf?

Kveðja frá Efstahjalla.

Elsku litlu grjónapíslirnar mínar. Kærar þakkir fyrir bréfið og mikið var skemmtilegt að fá ykkur í heimsókn alla leið úr Kópavogi. Ég hef heyrt að þar sé gott að búa. Já, svo þið fóruð í borð um hann Baldur. Ég þurfti sko að fara svona 10 skref út í sjó til að bjarga honum en skrefin mín eru auðvitað dálítið stór. Nei, ég á ekkert klósett, bara stóran kopp, en það vill svo vel til að það er stutt að fara til að skvetta úr honum. Nei, ég sef nú kannski ekki alltaf, en mér finnst svo ósköp notalegt að leggja mig dálítið í ruggustólnum mínum. Það væri indælt að heimsækja ykkur við tækifæri en ég er dálítið smeyk í umferðinni. Ég kann ´víst ekki nógu vel þessar umferðarreglur. Svo er ég alltaf dálítið smeyk um að einhverjir verði hræddir við mig og keyri kannski á þegar þeir sjá allt í einu skessu á gangi. Ég vona að þið komið aftur til mín seinna kæru vinir. Hafið það gott í sumar og gangi ykkur vel í skólanum, þið sem eruð að fara þangað.

Dagný Rós Hlynsdóttir, 5 ára
07.06.10
hæ.
af hverju segir þú að þú sért bara skessa?
kv Dagný rós og Jói
Sæl Dagný Rós og Jói,
Finnst ykkur dálítið skrýtið að ég skuli bara vera kölluð Skessa en eigi ekkert nafn? Já, ég skal alveg viðurkenna að það er dálítið undarlegt en þannig er það bara. Ég veit ekki til þess að ég heiti nokkuð og þess vegna verð ég bara að vera Skessa. Besta vinkona mín heitir Sigga og sumir halda að ég heiti líka Sigga og kalla mig Siggu skessu hí, hí, hí.... en það er ekki rétt. Ég er víst bara Skessa og ég kann bara vel við það.
Sóley Kristjánsdóttir, 9 ára
09.07.10
hvað geriru í hellinum þínumb???????????????:)
Sæl Sóley mín. Ég geri nú bara það sem venjulegar skessur gera í hellum sínum. Ég hvíli mig í ruggustólnum mínum, ég syng og ég prjóna. Svo þegar sérlega vel liggur á mér, þá baka ég lummur og býð öllum sem vilja að koma að heimsækja mig. Það besta við að búa í helli er að þá þarf maður aldrei að ryksuga, skúra eða þurrka af hí hí hí.....
Ástrós Lind, 12 ára
13.10.10

Komdu blessuð og sæl skessa :)Ég var í heimsókn hjá þér í dag  með skólanum mínum og ég tók eftir því að þú ert hætt að ropa og prumpa :/ . Var þér svona illt í maganum áður fyrr? og ert orðin betri ? eða hvað ? en hér eru nokkrar spurningar frá litla bróður mínum (3ára)
1.Hvenær ætlaru að baka aftur eða hafa heitt kakó?
2.Hvenær ferðu aftur á stjá?
3.Burstar þú tennurnar þegar þú ferð að sofa?
4.Hvað borðaru í kvöldmat?
Kem fljótlega aftur í heimsókn :) bestu kveðjur : Ástrós og Tómas Funi

Sæl Ástrós Lind og takk fyrir bréfið,
Já, ég er búin að vera sérlega góð í maganum undanfarið, ætli það sé ekki lýsið sem ég er frin að taka eftir að ég fluttist svona nálægt sjónum.
1. Ég hugsa að ég reyni að baka næst þegar sumarið nálgast, í kringum sumardaginn fyrsta. Það er svo skemmtilegur tími og þá er barnahátíð í Reykjanesbæ.
2. Ég er nú oftast á ferðinni þegar aðrir sofa svo ég valdi ekki miklum usla hjá fólki.
3. Ég verð víst að viðurkenna að ég gleymi því stundum, kannski vegna þess að það er enginn sem minnir mig á það. En þegar ég bursta vanda ég mig mjög.
4. Það er ýmislegt, mjög oft fiskur sem karlarnir á höfninni færa mér í soðið. Þeir eru svo almennilegir þessar elskur.
Hlakka til að sjá ykkur bæði tvö!

Skrifaðu mér bréf...
Nánar
Teikningar til mín...
Nánar
Bréfasafn
Kíktu á Facebook síðuna mína! Vertu vinur!