Bréfasafn
Hlekkir
Bréf 51-55
Lilja, 10 ára
16.12.09
hæhæ, ég trúi alveg að þú sért til þrátt fyrir vöxtinn þinn.
Ég vildi að ég byggi hjá þér. Ég kem á hverjum degi til þín
og gef þér bland í poka, grín ! hahahahahhahah!
nenniru að leika á gamlársdag ?
Takk fyrir að trúa á mig Lilja mín. Ja, það væri sko ekki amalegt að fá bland í poka á hverjum degi en ég er nú ekki viss um að ég hefði gott af því. Ég verð nú að komast fyrir á ruggustólnum mínum og ekki vil ég nú heldur taka þá áhættu að fá tannpínu því þá er ekki víst að íbúum Reykjanesbæjar yrði svefnsamt fyrir óhljóðum í mér. Og mundu það grjónapíslin mín að ég er alltaf til í að leika, á gamlársdag sem aðra daga.
Sigríður Ólafía Ragnarsdóttir, 10 ára
23.12.09
jól 2009
Elsku skessa
gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Takk fyrir allt gamalt og gott
hlöökum til að sjá þig á nýu ári

Takk fyrir. Sömuleiðis vona ég að þín jól hafi verið góð og að nýja árið verði þér og fjölskyldu þinni gæfuríkt.
Edda Karlsdóttir, 7 ára
08.02.10
Kæra skessa ég er afskaplega ánægð að þú ert komin í reykjanesbæ
og í fína hellinn þinn þú ert rosa góð og í fínum kjól
hlakka til að sjá þig.

Kæra Edda, mikið er gott að eiga svona góða vinkonu eins og þig. Þessi bær er stútfullur af svo yndislegum börnum og þess vegna líður mér svo vel í hellinum mínum. Hlakka til að sjá þig aftur.
Freyja Kristinsdóttir, 6 ára
14.03.10

Kæra Skessa

Það var skemmtilegt hjá mér í dag (Safnadagur á Suðurnesjum). Fyrst fór ég á bókasafnið í Vogunum. Þar fékk ég kex og afi minn gaf mér nammi. Þar hlustaði ég á tónlist og upplestur. Síðan fór ég á Víkingasafnið og þar sá ég stórt skip.

Bráðum heimsæki ég þig vonandi Skessa mín en ennþá hef ég ekki komið að sjá þig. Eftir að ég sá heimasíðuna þína er ég mjög spennt að koma í heimsókn.

Kær kveðja

Komdu nú sæl og blessuð grjónapíslin mín,
Ertu ekki enn farin að heimsækja mig! Þú verður nú heldur betur að fara að drífa í því. Ég sem hélt að ég væri búin að hitta öll börnin á Suðurnesjum. En þegar ég hugsa málið þá eru nú örugglega einhver sem eiga eftir að koma í heimsókn sem er nú bara skemmtilegt því þá hef ég eitthvað til að hlakka til. Ég held að það væri bráðsniðugt hjá þér að koma á barnahátíðinni sem verður í kringum sumardaginn fyrsta. Þá er ég líka að hugsa um að skella í lummur og bjóða börnunum upp á þær í tilefni sumarsins. Vonandi sjáumst við þá!

Kolbrún og Benedikt, 8 ára
29.03.10

afhverju segirðu ekki afsagið þegar þú prumpar og ropar.

Sæl Kolbrún og Benedikt. Þannig er nefnilega mál með vexti að ég bjó svo ofsalega lengi alein í hellinum mínum og þegar ég leysti vind þá var enginn annar viðstaddur og því enginn til að biðja afsökunar. Nú er ég ennþá að venjast því að hafa fólk í kringum mig en ég gleymi mér stundum og ropa og rek við án þess að vera búin að athuga hvort einhver sé viðstaddur eins og þið mennirnir gerið oftast. En nú skal ég reyna að muna þetta!

Skrifaðu mér bréf...
Nánar
Teikningar til mín...
Nánar
Bréfasafn
Kíktu á Facebook síðuna mína! Vertu vinur!