Bréfasafn
Hlekkir
Bréf 46-50
Telma Hafrós, Heba og Jóna, 11, 3 og 9 ára
17.11.09

hææ kæra skessa við vildum skrifa bréf til þin nefninlega heba er ´mjög mikiðl aðdáandi þinn:D og finst gaman af þér.... Telma er 11 heba er 3 og jóna er 9 ára og komum fljótlega til þin.. kærar kveðjur heba telma jóna:D

Takk fyrir grjónapíslirnar mínar,

Mikið eruð þið duglegar að skrifa fyrir hana Hebu sem er bara 3 ára. Ég hlakka mikið til að sjá ykkur stelpur mínar og skilið þið hjartans kveðju til hennar Hebu frá mér.

Ingibjörg Fríða, 10 ára
21.11.09
Sæl Sigga skessa
Ég heiti Ingibjörg og ætla að koma til þín í dag í heimsókn með bréf.
Ég var að fá fisk sem heitir Björgvin og hinn fiskurinn minn dó. Hann hét Skutla.
Hvar áttir þú heima áður en þú fluttir í hellirin þinn í Keflavík. Hvað ert þú gömul og átt þú kærasta.
Kv Ingibjörg
Sæl Ingibjörg Fríða,
En spennandi að fá bréf frá þér, ég hlakka mikið til að sjá það. Ósköp var það leiðinlegt að hún Skutla skyldi deyja en svona er þetta nú stundum. Ég vona að hann Björgvin verði frískur og skemmtilegur. Ég horfi stundum út um gluggann minn á fiskana í sjónum og ímynda mér að þeir séu allir í fiskabúrinu mínu.
Áður en ég flutti til Reykjanesbæjar bjó ég í fjallinu mínu og var búin að vera þar í nokkur hundruð ár. Iss, ég man ekkert hvað ég er gömul, ég er sko löngu búin að gleyma því en mér líður alltaf eins og unglambi. Ég á nú engan kærasta en maður veit aldrei hvenær einhver sætur tröllkarl á leið framhjá hellinum mínum og þá er aldrei að vita hvað gerist hí hí hí...
Sigríður Ásta Þórdísardóttir, 10 ára
22.11.09

Sæl Skessa :D Ég er smá hrædd við þig haha en það hættir bráðum ég er að fara kíka til þín á eftir :D
Kæra Kevðja Sigríður Ásta :)

Elsku grjónapíslin mín, þú skalt sko ekki vera hrædd við mig. Ég geri ekki flugu mein. Það verður gaman að sjá þig og við getum örugglega orðið vinkona.

 

Harpa Egilsdóttir, 7 ára
24.11.09
Hæhæ skessa,
Ég heiti Harpa.
Mig langar ótrúlega mikið að hitta þig, ég get kannski komið í heimsókn til þín ef þú vilt.
Kær kveðja
Harpa
Komdu sæl Harpa mín, mikið yrði það nú gaman ef þú kæmir í heimsókn. Mér finnst svo óhemju skemmtilegt að fá gesti til mín. Þú getur kannski teiknað fyrir mig fallega mynd og sett í póstkassann minn.
Bréf frá 9 ára stelpu
01.12.09
hæ skessa , ég er 9 ára og alveg skíthrædd við þig .
ég vildi að það myndi hverfa , ég ætla að koma í heimsókn
til þín á morgun eftir skóla , með mynd af þér .
Ef þú þarfnast einhverjar hjálpar , þá læturu mig bara
vita sigga skessa :) , þú ert besta vinkona mín , mundu
það , geymdu það í hjarta þínu , vð erum BFF !
Það er ósköp gott til þess að vita að ég á svona góða vinkonu ef ég þarf á að halda. Þú mátt alls ekki vera hrædd við mig því ég er góð við allt og alla.
Skrifaðu mér bréf...
Nánar
Teikningar til mín...
Nánar
Bréfasafn
Kíktu á Facebook síðuna mína! Vertu vinur!