Bréfasafn
Hlekkir
Bréf 1-5
Bréf frá Aþenu
01.12.08

22. nóvember 2008. Kæra skessa, Hvað ertu að gera? Ertu að hlæja, prumpa eða hrjóta?

Hm hm... þetta er nú dálítið nærgöngul spurning hjá þér góða mín en samt dálítið fyndin. Þess vegna er ég nú að hlæja einmitt núna (en í morgun er ég bæði búin að hrjóta og prumpa... Uss, ekki segja neinum).

Ljóð frá Dagbjörtu
02.12.08

Sæl vinkona.
Dagbjört heiti ég.
Hef oft hitt þig.
Finnst þú rosa sæt.
Flott rúmið þitt.
Sumir hræddir við þig eru.
Værir þú til í að koma út úr koti þínu.
Og sýna okkur táslur þínar.
Á Ljósanótt ég beið og beið eftir þér.
En fann þig hvergi.
Jæja, nú verð ég að segja bæ bæ!

Dagbjört, Garðavegi

Vá, flott ljóð grjónapíslin mín.

Bréf frá Halldóru Björgu
02.12.08

Elsku skessa,
Þú ert svo sæt og fín. Ég elska þig.
Kær kveðja, Halldóra Björg, Reykjavík

Hí, hí, hí, nú fer ég bara hjá mér. Takk fyrir

Bréf frá Ríkeyju Rán
03.12.08

Sæl skessa! Mér finnst hellirinn alveg rosa flottur. Velkomið í nýja heimilið þitt. Vonandi kemur Sigga að heimsækja þig. Mér finnst mjög vænt um að þú hafir flutt hingað til Reykjanesbæjar.

Takk fyrir góðar kveðjur mýslan mín.

Bréf frá Sölku Bernharð
03.12.08

Kæra skessa, Vilt þú líka vera vinkona mín. Ég er 8 ára og bý á Norðfjörðsgötu í Keflavík rétt hjá þér. Ég er í fimleikum, fótbolta og í sundi. Vilt þú kannski koma í fótbolta? Salka Bernharð

Já, ég vil gjarnan vera vinkona þín litla grjónapíslin mín en ég er dálítið hrædd við að sprengja fótboltann þinn ef ég fer að hlaupa um allt. Þá halda líka allir að það sé kominn jarðskjálfti þegar jörðin fer að titra undan mér hí, hí, hí.

Skrifaðu mér bréf...
Nánar
Teikningar til mín...
Nánar
Bréfasafn
Kíktu á Facebook síðuna mína! Vertu vinur!