Skrifaðu mér bréf og ég svara þér Hér á síðunni getur þú skrifað mér bréf og innan tíðar mun ég svo svara þér bréfi þínu. Þú getur líka teiknað mynd og sett hana í póstkassann í hellinum mínum. Þá er aldrei að vita nema hún birtist hér á síðunni minni.
|
Freyja Kristinsdóttir, 8 ára |
|
Sendandi: Freyja Kristinsdóttir
Aldur: 8
Kæra Skessa
Ég var í heimsókn hjá þér. Hver er þessi litla stelpa sem er hjá þér? Er þetta litla systir þín? Og hvað heitir hún?
Kær kveðja,
Freyja
|
Hekla Sif Sævaldsdóttir, 6 ára |
|
Sendandi: Hekla Sif Sævaldsdóttir
Aldur: 6 ára
Hæ Skessa,
Ég var að heimsækja þig í gær. Ég var að keppa í körfubolta á Nettó mótinu um helgina. Þú varst sofandi þegar ég kom í heimsókn til þín. Ég tók mynd af þér.
Kæra kveðja,
Hekla Sif
|
Helen María og Bergdís Brá |
|
Sæl og blessuð Skessa
Ég og systir mín höfum komið nokkru sinnum til þín. Okkur finnst það alltaf jafn gaman. Við erum mjög forvitnar og langar að fá að vita hvað þú borðar? Í sumum sögum segir að skessur og tröll borði börn, en okkur finnst það mjög ólíklegt því þú ert svo góð alltaf þegar við komum í heimsókn.
Við ætlum að heimsækja þig um helgina og gefa þér teikningar sem við höfum teiknað. Takk fyrir að bjóða okkur í heimsókn til þín.
Kveðja Helen María og Bergdís Brá
Sælar systur,
Loksins get ég svarað ykkur, haldiði barasta ekki að tölvan mín hafi bilað og ég gat ekki skrifað stafkrók á síðuna mína, svei mér þá. Þakka ykkur kærlega fyrir fallegu myndina sem þið senduð mér, með þessu fína bláa og bleika hjarta. Þú ert ofsalega dugleg að teikna.Þú spurðir líka hvað ég borðaði. Veistu að mér þykja börn voðalega góð en alls ekki til að borða heldur sem vinir mínir. Börn eru besta fólk. Hins vegar finnst mér voða gott að borða nýveiddan fisk úr Faxaflóanum og svo lummur auðvitað. Verið þið alltaf velkomnar til mín.
Ykkar vinkona Skessan
|